Innlent

Heimdallur vill skattalækkanir

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn til að lækka skatta nú á sumarþinginu. Í yfirlýsingu frá Heimdalli í dag segir að þingstörfin hafi verið róleg undanfarið og ekkert sé því til fyrirstöðu að frumvarp um skattalækkanir verði lagt fram þegar í stað og samþykkt nú í sumar. Í yfirlýsingunni segir: „Jafnframt skattalækkunum er aukið aðhald nauðsynlegt. Bent hefur verið á að fjöldi opinberra stofnana sé óheyrilegur samborið við ýmis nágrannalönd okkar. Þá virðist sem forstjórar þessarra stofnana hafi lítið taumhald á fjármálum þeirra. Fjárlög eru lög og þeim ber að fylgja.“ Meðfylgjandi mynd er af formanni Heimdallar, Atla Rafni Björnssyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×