Erlent

Afsögn forsætisráðherra Palestínu

Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, tilkynnti ríkisstjórn sinni í dag að hann hygðist láta af embætti. Hann greindi Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá ákvörðun sinni á fundi í morgun en Arafat neitaði að samþykkja hana. Afsögn forsætisráðherrans kemur í kjölfar þess neyðarástands og þeirrar upplausnar sem ríkt hefur á Gasasvæðinu. Ríkisstjórnin verður kölluð saman á nýjan leik á mánudag og þá ræðst hvert framhaldið verður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×