Harris eykur forskotið á landsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:16 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur bætt lítillega við sig fylgi á landsvísu, ef marka má skoðanakannanir. AP/Jacquelyn Martin Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36
Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37
Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent