Harris eykur forskotið á landsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:16 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hefur bætt lítillega við sig fylgi á landsvísu, ef marka má skoðanakannanir. AP/Jacquelyn Martin Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Könnunum hefur nú fjölgað í kjölfar kappræðanna og benda þær til þess að Harris hafi aukið fylgi sitt á landsvísu. Í meðaltali tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, mælist Harris nú með 48,3 prósenta fylgi en Trump með 45,3 prósent. Á daginn sem kappræðurnar fóru fram í síðustu viku var forskot Harris 2,5 prósentustig. Nú mælist það 2,9 prósentustig. Þá sýnir spálíkan miðilsins að sigurlíkur Harris séu komnar í 61 prósent. Fyrsta könnunin sem framkvæmd var eftir kappræðurnar sýndi litlar sem engar breytingar á fylgi Harris og Trumps. Sjá einnig: Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Samkvæmt frétt ABC News hefur Harris bætt lítillega við fylgi sitt í næstum öllum nýjustu könnunum. Í flestum þeirra hefur hún bætt við sig einu eða tveimur prósentustigum. Í einni hefur hún lækkað um eitt prósentustig og tvær til viðbótar sýna engar marktækar breytingar. Frá kappræðunum í síðustu viku.AP/Alex Brandon Hvert prósentustig skiptir máli Fylgi á landsvísu er ekki besti mælikvarðinn á það hvernig forsetakosningar í Bandaríkjunum geta farið, vegna svokallaðs kjörmannakerfis og vegna þess hvernig fylgið deilist milli frambjóðenda eru sjö ríki sem virðast skipta mestu máli þessar kosningarnar. Það eru Arizona, Georgía, Michigan, Nevada, Norður Karólína, Pennsylvanía og Wisconsin. Samkvæmt frétt Washington Post sýna kannanir að Harris leiðir í þremur af þessum ríkjum. Í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Trump leiðir í Georgíu og Arizona en þau eru með jafnt fylgi í bæði Nevada og Norður-Karólínu. Munurinn í öllum ríkjunum er innan skekkjumarka. Enn eru tæpar sjö vikur til kosninga í Bandaríkjunum svo margt getur gerst. Flestir hafa þegar tekið ákvörðun um hvern þeir ætla að kjósa svo hvert prósentustig til eða frá getur skipt máli þegar á hólminn er komið. Pennsylvanía mun skipta lykilmál fyrir þann sem verður næsti forseti Bandaríkjanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að bæði Trump og Harris verji meiri fjármunum í auglýsingar þar en í hinum sex ríkjunum til samans.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36 Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37 Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Talsmenn Lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) segjast meðvitaðir um færslu sem frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk birti á X, þar sem hann vakti athygli á því að enginn væri að reyna að ráða Joe Biden og Kamölu Harris af dögum. 17. september 2024 07:36
Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“. 13. september 2024 22:37
Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans. 13. september 2024 16:14