Talstöðvar springa einnig í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:37 Talstöðvar í notkun Hezbollah-liða eru sagðar hafa sprungið í dag, degi eftir að gífurlega margir símboðar sprungu. Þessi sjúkrabíll var notaður til að flytja slasaða í dag frá jarðarför fjögurra Hezbolla-liða í Beirút. AP/Bilal Hussein Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent