Saga fjölmiðlamálsins 20. júlí 2004 00:01 Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira