Maður verður að vera kátur 21. júlí 2004 00:01 Fagurt sumarkvöld við sunnanverðan Breiðafjörð. Sólin er að skríða fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið sé áliðið kvölds telur Finni veitingamaður í Krákunni í Grundarfirði ekkert sjálfsagðara en að reiða fram humarsúpu og aðrar himneskar kræsingar handa hungruðu langferðafólki. "Við afgreiðum ferðamenn með mat alveg þar til við lokum og höfum lent í að vera að matreiða handa þeim klukkan þrjú að nóttu. Það er leiðinleg kynning fyrir land og þjóð að einungis sé hægt að drekka á nóttunni en ekki fá neitt að borða," segir hann. Aðspurður segir hann opið í Krákunni til 1 öll kvöld og 3-4 um helgar. Þá eru stundum böll. "En hér eru yfirleitt aldrei læti," segir Finni. "Ef einu sinni þarf að setja mann út þá kemur hann ekki hér inn aftur og það fréttist," bætir hann við. Finni ólst upp á Siglufirði en hefur lengst af búið í Grundarfirði. "Reyndar erum við hjónin búin að flytja þrisvar til Reykjavíkur en komum alltaf til baka," segir hann. Nú hafa þau verið þar samfleytt frá 1991, þá keyptu þau húsið sem Krákan er í að nokkru leyti hálfklárað og það var í 24. sinn sem þau byggðu eða gerðu upp hús. Við erum búin að taka til hendinni enda er hjónabandið gott. Við höfum aldrei haft tíma til að rífast," segir Finni og hlær. Hann er smiður að mennt og kveðst hafa byrjað fjórtán ára að læra hjá móðurbróður sínum. "Hann gerði allt vel sem hann gerði og við nemendurnir komumst ekki upp með neitt fúsk heldur," segir hann. Vandvirknina hefur Finni fært yfir í veitingareksturinn því allt virðist ganga smurt á Krákunni. Það er bara hann sjálfur sem ekki gengur smurt, heldur stingur illilega við. Spurður um ástæðuna svarar hann glettinn. "Þetta byrjaði þegar ég var í fimleikum, ungur maður. Mér hefur verið tjaslað saman aftur og aftur. Ég tel að ef ég dræpist þá væru þeir svo hræddir um að missa völdin, hvort sem væri uppi eða niðri. Því hef ég fengið að vera kyrr. Maður verður að vera kátur. Helmingurinn af þessu lífi er að vera kátur." Ferðalög Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Fagurt sumarkvöld við sunnanverðan Breiðafjörð. Sólin er að skríða fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið sé áliðið kvölds telur Finni veitingamaður í Krákunni í Grundarfirði ekkert sjálfsagðara en að reiða fram humarsúpu og aðrar himneskar kræsingar handa hungruðu langferðafólki. "Við afgreiðum ferðamenn með mat alveg þar til við lokum og höfum lent í að vera að matreiða handa þeim klukkan þrjú að nóttu. Það er leiðinleg kynning fyrir land og þjóð að einungis sé hægt að drekka á nóttunni en ekki fá neitt að borða," segir hann. Aðspurður segir hann opið í Krákunni til 1 öll kvöld og 3-4 um helgar. Þá eru stundum böll. "En hér eru yfirleitt aldrei læti," segir Finni. "Ef einu sinni þarf að setja mann út þá kemur hann ekki hér inn aftur og það fréttist," bætir hann við. Finni ólst upp á Siglufirði en hefur lengst af búið í Grundarfirði. "Reyndar erum við hjónin búin að flytja þrisvar til Reykjavíkur en komum alltaf til baka," segir hann. Nú hafa þau verið þar samfleytt frá 1991, þá keyptu þau húsið sem Krákan er í að nokkru leyti hálfklárað og það var í 24. sinn sem þau byggðu eða gerðu upp hús. Við erum búin að taka til hendinni enda er hjónabandið gott. Við höfum aldrei haft tíma til að rífast," segir Finni og hlær. Hann er smiður að mennt og kveðst hafa byrjað fjórtán ára að læra hjá móðurbróður sínum. "Hann gerði allt vel sem hann gerði og við nemendurnir komumst ekki upp með neitt fúsk heldur," segir hann. Vandvirknina hefur Finni fært yfir í veitingareksturinn því allt virðist ganga smurt á Krákunni. Það er bara hann sjálfur sem ekki gengur smurt, heldur stingur illilega við. Spurður um ástæðuna svarar hann glettinn. "Þetta byrjaði þegar ég var í fimleikum, ungur maður. Mér hefur verið tjaslað saman aftur og aftur. Ég tel að ef ég dræpist þá væru þeir svo hræddir um að missa völdin, hvort sem væri uppi eða niðri. Því hef ég fengið að vera kyrr. Maður verður að vera kátur. Helmingurinn af þessu lífi er að vera kátur."
Ferðalög Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira