Dreifir Mentosi um borg og bæ 6. ágúst 2004 00:01 Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is Atvinna Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira