Innlent

Vill minnka mun á tekjuskatti

Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar telur mismun á tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti óeðlilega mikinn hér á landi. Hann segir rétt að hugað verði að breytingum í haust. Mikil umræða hefur átt sér stað um mismun tekjuskatts, sem er tæplega 40%, og fjármagnstekjuskatts, sem er 10%, upp á síðkastið. Kristinn H. Gunnarsson, varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar, telur þennan mun óeðlilegan og að það eigi hreinlega ekki að vera munur. Honum finnst að ríkisvaldið eigi að skattleggja tekjur með sama hætti, óháð uppruna þeirra. Kristinn telur í því sambandi æskilegt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Aðspurður hvort til standi að breyta þessu á komandi þingi segist Kristinn ekki vita til þess. Hann kveðst hafa talað fyrir þessum sjónarmiðum á þinginu á undanförnum árum en þau hafi ekki fengið hljómgrunn. Þingmaðurinn telur að stuðningur við að minnka muninn sé orðinn meiri núna.  Hægt er að hlusta á viðtal við Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×