Sjávarréttir við smábátahöfnina 18. ágúst 2004 00:01 <>Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Bergið myndar bakgrunninn. Vinsældirnar leyna sér heldur ekki, að minnsta kosti var þétt setið þar daginn sem Fréttablaðsfólk var á ferð. Ferðamenn kunna greinilega vel við sig á þessum stað. Sjávarréttir setja svip á annars fjölbreyttan matseðilinn; skötuselur, humar, steinbítur og margar fleiri gómsætar tegundir. Súpa í brauðhleifi er eitt af því sem hægt er að ganga að vísu og kjúklingasalatið nýtur sérlegra vinsælda, að sögn starfsfólks. Kaffi Duus stendur á söguríku svæði þar sem allt er kennt við kaupmanninn Duus. Nú hefur pakkhúsum hans verið breytt í sýningarsali og söfn en veitingastaðurinn er nýrri af nálinni og var opnaður fyrir sex árum. Hann hefur verið stækkaður einu sinni og auk þess byggð stór verönd sem snýr út að bryggjunni. Útsýnið er í algerum sérflokki, bæði að degi til og ekki síður að kvöldi þar sem Keflvíkingar hafa verið svo framtakssamir að lýsa upp Bergið með ljóskösturum. Ferðalög Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
<>Kaffi Duus í Keflavík er einn þeirra snotru veitingastaða á landinu sem njóta þess að vera við sjávarsíðuna, sem verður að teljast mjög vel við hæfi í útgerðarbæ. Smábátahöfnin blasir við með því athafnalífi sem þar er og Bergið myndar bakgrunninn. Vinsældirnar leyna sér heldur ekki, að minnsta kosti var þétt setið þar daginn sem Fréttablaðsfólk var á ferð. Ferðamenn kunna greinilega vel við sig á þessum stað. Sjávarréttir setja svip á annars fjölbreyttan matseðilinn; skötuselur, humar, steinbítur og margar fleiri gómsætar tegundir. Súpa í brauðhleifi er eitt af því sem hægt er að ganga að vísu og kjúklingasalatið nýtur sérlegra vinsælda, að sögn starfsfólks. Kaffi Duus stendur á söguríku svæði þar sem allt er kennt við kaupmanninn Duus. Nú hefur pakkhúsum hans verið breytt í sýningarsali og söfn en veitingastaðurinn er nýrri af nálinni og var opnaður fyrir sex árum. Hann hefur verið stækkaður einu sinni og auk þess byggð stór verönd sem snýr út að bryggjunni. Útsýnið er í algerum sérflokki, bæði að degi til og ekki síður að kvöldi þar sem Keflvíkingar hafa verið svo framtakssamir að lýsa upp Bergið með ljóskösturum.
Ferðalög Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira