Innlent

Siv víkur úr ríkisstjórn

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun víkja úr ríkisstjórn þann 15. september næstkomandi þegar Sjálfstæðismenn taka við umhverfisráðuneytinu. Þetta var tilkynnt eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins sem lauk rétt áðan. Aðrar breytingar munu verða innan ráðherraliðs flokksins þegar ár er eftir af kjörtímabilinu, þ.e. eftir um það bil tvö ár. Siv sagði eftir fundinn að hún myndi halda áfram sem þingmaður en kvaðst ósáttt við þessa niðurstöðu. Hægt er að hlusta á Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar, tala frá Alþingi, eftir að hún hafði rætt við þingmenn Framsóknarflokksins að loknum fundinum, með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Nánar verður fjallað um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×