Fimmtugir betri starfskraftar 20. ágúst 2004 00:01 "Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is Atvinna Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Fólk sem komið er yfir fimmtugt eru góðir starfskraftar enda er þetta fólk sem er áreiðanlegt og býr yfir mikilli reynslu," segir Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar í Reykjavík, og vísar hann í könnun sem gerð var nýlega þar sem fram kom að fólk yfir fimmtugu þyki atvinnurekendum vera besti starfskrafturinn. "Að mínu mati nýtir atvinnumarkaðurinn ekki þetta vinnuafl nægilega og framboð af störfum fyrir þennan aldurshóp í lágmarki," segir Jón. Hann hefur rekið Ráðningarþjónustuna síðan 1995 og segir hann ástandið hafi verið svipað þá. Hann stofnaði þjónustuna um það leyti sem hann varð sjálfur fimmtugur og langaði til að breyta til í starfi. "Ég þekki það frá fyrstu hendi hvernig möguleikarnir virðast minnka á atvinnumarkaðinum eftir því sem maður eldist. Ég hef alltaf tekið sérstaklega vel á móti fólki sem komið er yfir miðjan aldur og reynt eftir fremsta megni að finna því starf. Enda er þetta fólk sem hefur gríðarlega reynslu og þekkingu," segir Jón. Hann segir ekki algengt að fólk sem farið er að nálgast sextugsaldurinn skipti um vinnu nema því hafi boðist annað starf. Fólk treysti sér ekki til að hætta í starfi og láta reyna á það að finna annað. Þessi staða er sérstaklega slæm fyrir fólk sem er sagt upp og á jafnvel nokkur ár eftir í eftirlaun. "Ég hef upplifað það að fólk á þessum aldri geti verið atvinnulaust í allt að eitt og hálft ár en yfirleitt tekst að finna starf. Það er helst ríkið sem hefur tekið á móti þessum starfskröftum. Að sjálfsögðu skiptir menntun miklu máli og þeir sem eru meira menntaðir eiga meiri möguleika," segir Jón. Hann bendir á að fólk sem komið sé yfir miðjan aldur sé alls ekki gamalmenni. "Þetta eru reyndir og þroskaðir menn og konur og má minna á það að Ronald Reagan var um sjötugt þegar hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna," segir Jón. "Mikil áhersla hefur verið lögð á að jafna hlut kynjanna í starfi og mér finnst á sama hátt að það ætti að jafna hlut aldurshópa. Við búum við atvinnumarkað sem oft telur fólk um fimmtugt hreinlega vera orðið of gamalt, þessu viðhorfi þarf að breyta," segir Jón að lokum. kristineva@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira