Tap gegn Suður-Kóreu 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira