Tap gegn Suður-Kóreu 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira