Stefni á að vinna gullið 21. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira