Brassar skeinuhættir 23. ágúst 2004 00:01 Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því brasilíska í dag í leik um níunda sætið á Ólympíuleikunum í Aþenu. Brasilíumenn voru taldir með slakasta liðið í B-riðli en komu öllum á óvart þegar þeir lögðu Egypta að velli 26-22 og tryggðu sér þar með rétt til að leika um níunda sætið. Stefán Arnaldsson, handknattleiksdómari, dæmdi tvo leiki hjá Brasilíumönnum í riðlakeppninni -- gegn Frökkum og Grikkjum. Stefán segir Brasilíumenn vera með skemmtilegt lið. "Þetta er eina liðið sem mér finnst hafa tekið framförum meðan á keppni hefur staðið. Þetta er lið sem gefst ekki upp og spilar allt til enda," segir Stefán. Hættulegustu leikmenn Brasilíu eru Adalberto Silva, sem hefur skorað nítján mörk á Ólympíuleikunum og Bruno Souza, sem er markahæstur Brasilíumanna með 22 mörk. Souza hefur leikið með Göppingen í Þýskalandi en íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson lék þar einnig um tíma. "Þetta er ungt og skemmtilegt lið sem spilar hraðan bolta. Það spilar oftast 5-1 vörn eða framliggjandi 6-0 vörn og bindur sig ekki mjög fast við ákveðnar stöður," segir Stefán og er ekki frá því að Brasilía geti veitt Íslendingum harða keppni. "Þeir geta orðið okkur skeinuhættir ef við förum ekki að öllu með gát. Íslenska liðið er að svekkja sig á árangrinum á meðan Brassarnir eru ánægðir með árangurinn hjá sér. Á venjulegum degi ættum við að vinna þá en það getur allt gerst. Strákarnir okkar verða að rífa sig upp og klára þetta mót. Við erum með betri menn í öllum stöðum," segir Stefán. Stefán hefur aðeins fylgst með öðrum liðum á Ólympíuleikunum en segir erfitt að spá fyrir um hvaða lið á eftir að fara alla leið. "Ég sá báða tapleikina hjá Þjóðverjum og þeir virka ekki eins sterkir og áður. Króatarnir eru mjög seigir enda ríkjandi heimsmeistarar. Annars tel ég að þessi tvö lið ásamt Frökkum og jafnvel Spánverjum eigi eftir að leika til úrslita. Þetta eru jöfn lið og það er alltaf spurning um dagsformið," segir Stefán Arnaldsson handknattleiksdómari.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira