Frelsið nýtir tækifærin Hafliði Helgason skrifar 25. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun