Tekjuskattur lækkar um 1 % 26. ágúst 2004 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna hafa samið um að tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað um eitt prósentustig um næstu áramót. Enn takast flokkarnir á um það hversu hratt eigi að ráðast í aðrar skattabreytingar. Þingflokkar ríkisstjórnarinnar funduðu í byrjun vikunnar um gerð fjárlaga næsta árs. Helsta verkefnið er að móta það hvernig staðið verður við fyrirheit um skattalækkanir. Síðastliðið vor hótaði Gunnar Birgisson því að fara ekki heim úr þinghúsinu fyrr en skattalækkunartillögur lægju fyrir. Þær hafa ekki enn sést. Hann segir þó að það hefði verið svo mikill ófriður í þinghúsinu í sumar að hann hefði varla getað haldið þar kyrru fyrir. Hann segist hins vegar hafa verið fullvissaður um það í vor að staðið yrði við loforðin. Hann segir að nú liggi fyrir að tekjuskattur verði lækkaður um eitt prósentusti í fjármálatillögum næsta árs. Það sé fyrsti ferillinn í lækkun tekjuskatts einstaklinga. Þá sé tvennt eftir, það að endurskoða virðisaukaskattskerfið og lækka eða þurrka út eignaskatta á einstaklinga. Um þessi atriði er hins vegar óvissa, hvort, hvernig og hvenær verði ráðist í lækkun eignarskatts og virðisaukaskatts og einnig hvernig framhaldið verður í lækkun tekjuskattsprósentunnar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blæbrigðamun á stjórnarflokkunum. Enginn ágreiningur sé í gangi. Þetta sé vinna sem taki sinn tíma en muni klárast fyrir 1. október. Þingmenn innan Sjálfstæðisflokksins leggja höfuðáherslu á það að tillögur um skattalækkanir út kjörtímabilið verði sýndar samhliða fjárlagafrumvarpinu í haust. Gunnar segir að menn verði að setja þetta niður fyrir sig núna til að vera með planið út kjörtímabilið. Ekki þýði að gera þetta á síðasta árinu. Gunnar telur að það eigi ekki að vera neitt vandamál fyrir flokkanna að ná saman um málið. Þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum, menn hafi ekki verið í vandræðum með að lofa skattalækkunum fyrir kosningar og ættu ekki að vera það núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira