Ólympíumeistarar eftir vítakeppni 29. ágúst 2004 00:01 Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira
Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim Sjá meira