Ólympíumeistarar eftir vítakeppni 29. ágúst 2004 00:01 Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira
Danska kvennalandsliðið í handknattleik vann í gær sín þriðju gullverðlaun á ólympíuleikum þegar liðið lagði Kóreu að velli, 38-36 eftir vítakeppni, í úrslitaleik. Markvörðurinn Karin Mortensen var hetja Dana en hún varði tvö köst í vítakeppninni. Það var síðan Henriette Mikkelsen sem tryggði sigurinn með góðu víti. Leikurinn var nánast hnífjafn allan tímann og í leikhléi var staðan 11-11. Á tímabili virtist þó sem kóresku stúlkurnar ætluðu að taka völdin á vellinum þegar þær náðu þriggja marka forystu, 19-16. Dönsku stúlkurnar náðu þó að jafna metin og eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25. Aftur var jafnt eftir fyrri framlengingu en þegar tíu sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni voru kóresku stúlkurnar yfir 34-33. Katrine Fruelund neitaði hins vegar að gefast upp og jafnaði metin fyrir Dani svo grípa þurfti til vítakeppni. "Við skráðum nöfn okkar í sögubækurnar," sagði danski leikmaðurinn Trine Jensen eftir leikinn og undir það tók stalla hennar Lim O-kyeong hjá Kóreu. "Þetta var mest spennandi leikur handboltasögunnar." Leikurinn í gær var einhver skemmtilegasti handboltaleikur sem sést hefur. Bæði lið spiluðu gríðarlega hraðan bolta og lítið var um gróf brot eða ruddaskap. Mörkin voru í öllum regnbogans litum, þrumuskot utan af velli, gegnumbrot, af línu og svo mætti lengi telja. Markverðirnir stóðu sig frábærlega og vörðu hátt í 20 skot hvor. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir leikinn. Stúlkurnar sýndu svo um munar að kvennaboltinn getur verið mun skemmtilegri en karlaboltinn. "Við unnum silfrið í dag en samt töpuðum við ekki gullinu," sagði þjálfari Kóreumanna eftir leikinn. "Ég er mjög sáttur og hamingjusamur með árangurinn. Það er ekki hægt að gleyma leik eins og þessum." Úkraína lagði Frakka að velli, 21-18, í leiknum um þriðja sætið.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira