Skaði samkeppnisstöðu 31. ágúst 2004 00:01 Tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi munu hafa lítil áhrif á starfandi fyrirtæki á Íslandi verði þær að lögum en munu styrkja íslenskt efnahagslíf, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fulltrúar atvinnulífsins og einn nefndarmanna telja þó að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja muni skerðast miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndunum ef tillögur nefndarinnar um að Samkeppnisstofnun verði heimilað að krefjast uppstokkun á fyrirtækjum teljist þau "hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa[ð] aðstæður sem haf[i] skaðleg áhrif á samkeppnina". Þetta er mat Þórdísar J. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík sem átti sæti í nefndinni, Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, og Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Tekið er fram í skýrslunni að tillagan sé í samræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og norskum samkeppnislögum. Þá segir að sambærilegar heimildir sé að finna í fleiri löndum. Einnig er bent á að Samkeppnisstofnun hafi þegar heimild til þess að beita ákvæði sem þessu varðandi opinberar stofnanir sem stunda samkeppnisrekstur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að þessar áhyggjur séu byggðar á misskilningi. "Tillögur nefndarinnar eru í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kring um okkur og Evrópusambandið hefur þennan rétt. Ákvæðið verður tekið inn í EES-samninginn og því mun Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fylgjast með því að þessu verið framfylgt á EES-svæðinu," segir hún. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að Samkeppnisráð verði lagt niður og þess í stað verði Samkeppnisstofnun efld og taki jafnframt við hlutverki Samkeppnisráðs. Sett verði á fót sérstök stofnun sem fari með eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum. Ekki þótti nefndinni ástæða til að setja sérstök lög um hringamyndun. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi munu hafa lítil áhrif á starfandi fyrirtæki á Íslandi verði þær að lögum en munu styrkja íslenskt efnahagslíf, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fulltrúar atvinnulífsins og einn nefndarmanna telja þó að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja muni skerðast miðað við það sem tíðkast í nágrannalöndunum ef tillögur nefndarinnar um að Samkeppnisstofnun verði heimilað að krefjast uppstokkun á fyrirtækjum teljist þau "hafa brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa[ð] aðstæður sem haf[i] skaðleg áhrif á samkeppnina". Þetta er mat Þórdísar J. Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík sem átti sæti í nefndinni, Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs, og Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar. Tekið er fram í skýrslunni að tillagan sé í samræmi við breytingar sem nýlega voru gerðar á samkeppnisreglum Evrópusambandsins og norskum samkeppnislögum. Þá segir að sambærilegar heimildir sé að finna í fleiri löndum. Einnig er bent á að Samkeppnisstofnun hafi þegar heimild til þess að beita ákvæði sem þessu varðandi opinberar stofnanir sem stunda samkeppnisrekstur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að þessar áhyggjur séu byggðar á misskilningi. "Tillögur nefndarinnar eru í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kring um okkur og Evrópusambandið hefur þennan rétt. Ákvæðið verður tekið inn í EES-samninginn og því mun Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, fylgjast með því að þessu verið framfylgt á EES-svæðinu," segir hún. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að Samkeppnisráð verði lagt niður og þess í stað verði Samkeppnisstofnun efld og taki jafnframt við hlutverki Samkeppnisráðs. Sett verði á fót sérstök stofnun sem fari með eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum. Ekki þótti nefndinni ástæða til að setja sérstök lög um hringamyndun.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira