Sekt og ábyrgð 12. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun