Sölu Símans skotið á frest 13. september 2004 00:01 Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira