Erlent

Yahoo! kaupir Musicmatch

Netfyrirtækið Yahoo! greindi frá því í dag að fyrir dyrum stæðu kaup á einkafyrirtækinu Musicmatch. Með kaupunum hyggst Yahoo! efla tónlistarþjónustu fyrirtækisins á Netinu en Musicmatch hefur boðið Netnotendum hugbúnað að til að stýra stafrænum lagasöfnum og hlusta á útvarpsstöðvar á Netinu. Einnig geta viðskiptavinir hlaðið niður tónlist frá verslun fyrirtækisins. Yahoo! rekur sem kunnugt er Launch tónlistarveituna á Netinu, sem hefur á boðstólum Netútvarp og tónlistarmyndbönd og hefur tekjur af auglýsingasölu. Með kaupum á Musicmatch bætast við tekjur af áskrift og niðurhali, segir í frétt Reuters. Heimild: taeknival.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×