Halldór forsætisráðherra 14. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra í dag og Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra. Halldór hefur starfað lengst allra utanríkisráðherra og Davíð lengst allra forsætisráðherra og því eru tímamót í íslenskum stjórnmálum. Halldór sagði í viðtali við Fréttablaðið að undirbúningur að hugsanlegum aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið væri þegar hafinn þótt ekki væri enn víst hvenær eða yfirleitt hvort af þeim yrði. "Það liggur fyrir að minn flokkur hefur lagt í þetta mikla vinnu og mikla umræðu. Við verðum að hafa burði til að takast á við þetta, ef við getum það ekki getum við ekki tekist á við framtíðina." Hann segir að það sé staðreynd að Íslendingar séu mjög háðir samskiptum við ESB. Sambandið sé jafnframt ávallt að breytast. "Það er staðreynd að önnur ríki eru að huga að aðild og Íslendingar þurfa að fylgjast vel með. Það er mjög mikilvægt að við séum sammála um ákveðin grundvallaratriði í þessum efnum ef við eigum einhvern tímann að vænta þess að geta tekist á við þetta með málefnalegum hætti," segir Halldór. "Ég vil leggja á það áherslu í sambandi við Evrópusambandið að þetta eru ekki léttvægir hlutir. Þetta eru grundvallaratriði íslensks þjóðfélags." Hann segir að það liggi fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðna stefnu varðandi ESB. Hann vill þó ekki segja að skoðanaágreiningur sé um málið milli ríkisstjórnarflokkanna. "Það er áherslumunur. Ég veit ekki um neinn sem útilokar að þetta geti gerst. Menn hafa mismunandi sýn á hvenær við gætum staðið frammi fyrir þessari ákvörðun, eftir hvað mörg ár það yrði." Hér má lesa ítarlegra viðtal við forsætisráðherra Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra í dag og Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra. Halldór hefur starfað lengst allra utanríkisráðherra og Davíð lengst allra forsætisráðherra og því eru tímamót í íslenskum stjórnmálum. Halldór sagði í viðtali við Fréttablaðið að undirbúningur að hugsanlegum aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið væri þegar hafinn þótt ekki væri enn víst hvenær eða yfirleitt hvort af þeim yrði. "Það liggur fyrir að minn flokkur hefur lagt í þetta mikla vinnu og mikla umræðu. Við verðum að hafa burði til að takast á við þetta, ef við getum það ekki getum við ekki tekist á við framtíðina." Hann segir að það sé staðreynd að Íslendingar séu mjög háðir samskiptum við ESB. Sambandið sé jafnframt ávallt að breytast. "Það er staðreynd að önnur ríki eru að huga að aðild og Íslendingar þurfa að fylgjast vel með. Það er mjög mikilvægt að við séum sammála um ákveðin grundvallaratriði í þessum efnum ef við eigum einhvern tímann að vænta þess að geta tekist á við þetta með málefnalegum hætti," segir Halldór. "Ég vil leggja á það áherslu í sambandi við Evrópusambandið að þetta eru ekki léttvægir hlutir. Þetta eru grundvallaratriði íslensks þjóðfélags." Hann segir að það liggi fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðna stefnu varðandi ESB. Hann vill þó ekki segja að skoðanaágreiningur sé um málið milli ríkisstjórnarflokkanna. "Það er áherslumunur. Ég veit ekki um neinn sem útilokar að þetta geti gerst. Menn hafa mismunandi sýn á hvenær við gætum staðið frammi fyrir þessari ákvörðun, eftir hvað mörg ár það yrði." Hér má lesa ítarlegra viðtal við forsætisráðherra
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira