Stólaskipti á ríkisráðsfundi 14. september 2004 00:01 Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við. Davíð Oddsson verður utanríkisráðherra í því ráðuneyti. Jafnframt leysir Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttur af hólmi í umhverfisráðuneytinu. Davíð Oddsson stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær og sagðist hann kveðja starfið með söknuði en það yrði þó ekki erfitt verk að afhenda Halldóri Ásgrímssyni stjórnartaumana: "Ég held það verði ekki erfitt fyrir mig, heldur þvert á móti auðvelt að starfa málefnalega sem utanríkisráðherra og formaður stjórnmálaflokks undir forystu nýs forsætisráðherra. Það verður ekkert vandamál. Það er ekki eins og ég sé að afhenda öðrum bú eða jörð sem ég eigi, þótt ég hafi fengið að sitja óvenjulega lengi." Halldór Ásgrímsson sagðist að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum undir stjórn Davíðs að breytingar yrðu, en engin bylting þótt nýr maður tækji við ríkisstjórnarforystu. "Það verður áherslumunur þegar fram líða stundir, en þetta hefur gengið svo vel að ég tel ekki ástæðu til að gera neina byltingu." Hann sagðist vísa því á bug að það myndi reynast erfitt að hafa fyrrverandi forsætisráðherra innanborðs í fagráðuneyti. "Ég hlusta ekki á slíkar kenningar. Davíð situr áfram í ríkisstjórn sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórnina og mig líka að hafa hann með.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira