Áhyggjur af lagabreytingum 16. september 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess. Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir segir að drög að breytingum á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög verði sett á Netið í næstu viku og hagsmunaaðilum gefist færi á að veita umsögn sína. Í drögunum er að finna lagabreytingar sem lagðar eru í til í kjölfar skýrslu viðskiptaráðherra um umhverfi íslensks viðskiptalífs. Hún sagði hins vegar að fyrirhugaðar breytingar á samkeppnislögum yrðu ekki lagðar fram strax. Hún sagði að flest benti til þess að góð umræða gæti skapast um tillögurnar. Fundarmenn á morgunverðarfundi Verslunarráðs í gær lýstu áhyggjum af því að boðuð löggjöf um viðskiptaumhverfi yrði til hagsbóta. Á fundinum fjölluðu auk Valgerðar þau Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður og Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um skýrsluna. Í máli Þórunnar komu fram miklar efasemdir varðandi tillögur nefndarinnar um breytingar á samkeppnislögum. Hún gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á skipulagi samkeppnisyfirvalda en stærstan varhug geldur hún við hugmyndum um að yfirvöld fái heimild til þess að mæla fyrir um skipulagsbreytingar hjá fyrirtækjum sem ekki verða við tilmælum Samkeppnisstofnunar. Þórunn segir að ekkert í umhverfi viðskiptalífsins á Íslandi kalli á að valdheimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar með svo afgerandi hætti. Hún bendir einnig á að skýrsluhöfundar hafi tiltekið sérstaklega að ekki hafi verið sýnt fram á að uppbrot fyrirtækja hafi haft tilætlaðan árangur í för með sér. Þetta sé til dæmis reynsla Bandaríkjamanna. Þór Sigfússon lagði fyrst og fremst áherslu það í máli sínu að ef reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum verða lögfestar geti það reynst smáum fyrirtækjum erfitt. Hann tók sem dæmi að í litlum fjölskyldufyrirtækjum sé það óeðlileg krafa að svo skýr skil séu milli stjórnar og framkvæmdastjórnar eins og eðlilegt er að gera kröfu um í skráðum fyrirtækjum. Þór óttast að flóknari reglur kunni að draga úr framtaki í íslensku athafnalífi. Hann segir að vernda þurfi frumkvöðlaeðlið í þjóðinni en það kunni að heftast ef flóknar reglur um stjórnarhætti eigi að ná til allra fyrirtækja óháð stærð þeirra. Hann leggur ennfremur áherslu á að atvinnulífið hafi haft frumkvæði um að auka gagnsæi í viðskiptalífinu og telur heppilegast ef slíkt frumkvæði er áfram í höndum þess.
Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira