Gremja í garð Jóns Steinars 21. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson og Magnús Thoroddsen. Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira