Stimpilgjald hvergi eins og hér 23. september 2004 00:01 Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum." Viðskipti Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum."
Viðskipti Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira