Innlent

Tólf hundruð fíkniefnabrot

Tæplega tólfhundruð ætluð brot á fíkniefnalöggjöfinni hafa komið á borð lögreglu frá áramótum, að því er fram kemur í frétt frá embætti Ríkislögreglustjóra. Allt síðasta ár voru skráð 1.385 fíkniefnabrot en þau eru nú orðin 1.185 það sem af er árinu. Flest brotanna í ár varða vörslu og neyslu fíkniefna, 837 brot, en fæst brotin falla undir framleiðslu, eða 24 brot. Hald hefur verið lagt á 34,6 kíló af hassi, 15,3 kíló af amfetamíni tæp þrjú kíló af kókaíni og um 7.500 e-töflur. Miðað við undanfarin ár er umtalsverð aukning á magni amfetamíns sem hald hefur verið lagt á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×