Stófelldar kerfisbreytingar 13. október 2005 14:41 Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar eru nú til óformlegrar umfjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sameining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlögmanns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unnið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. "Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir." Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. "Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn." Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breytingarnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til framkvæmdar. Forystumenn innan íþróttahreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hugmyndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmiðum þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrirkomulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlistans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira