Glæsilegur árangur í Aþenu 26. september 2004 00:01 Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira