Glæsilegur árangur í Aþenu 26. september 2004 00:01 Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira