Sveitastjórnarmenn í málið 28. september 2004 00:01 Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira