Ákærður fyrir sex líkamsárásir 28. september 2004 00:01 Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira