Ákærður fyrir sex líkamsárásir 28. september 2004 00:01 Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira