Engar undanþágur 28. september 2004 00:01 Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira