Til hamingju, Jón Steinar! 29. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur verið aðsópsmikill í íslensku þjóðlífi síðustu áratugi og jafnan látið að sér kveða þegar honum hefur þótt tilefni til. Hann er reffilegur á velli og í framkomu, öryggið uppmálað og fylginn sér með eindæmum. Líkt og lesa hefur mátt í tugum greina sem birst hafa í Morgunblaðinu að undanförnu eru margir þeirrar skoðunar að Jón Steinar eigi vel heima í Hæstarétti. Fylgismenn hans hafa dásamað hann í bak og fyrir, svo mjög raunar að á köflum hefur hann vart virst mannlegur. Sumir hafa gengið skrefinu lengra og lýst hvernig hann kom þeim til hjálpar á erfiðri stundu og studdi með ráðum og dáð í frumskógi laga og réttar. Í gær upplýsti t.d. Hallur Hallsson að það væri Jóni Steinari að þakka að Keikó fékk hér landvistarleyfi á sínum tíma. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er góðvinur Jóns Steinars. "Hann er mjög hugrakkur, hreinn og beinn og mikill drengskaparmaður," segir Hannes. "Traustur og einstakur ljúflingur," segir Bergþór Pálsson söngvari og mágur Jóns. "Rosalega skemmtilegur í klefanum," segir félagi sem lék knattspyrnu í hádeginu með Jóni Steinari um margra ára skeið. En eins og gengur eru ekki allir á sama máli. Jón er jú í hópi umdeildustu manna landsins. "Frekjuhundur," sagði einn sem ekki vildi að nafn hans kæmi fram. "Einstrengingslegur og þröngsýnn," sagði annar. Þeir viðurkenndu þó báðir að hann viti sínu viti þegar lögfræði er annarsvegar og eigi gott með að flytja mál sitt á sannfærandi hátt. Það var annars fátt um svör á mörgum bæjum þegar viðbragða og lýsinga á Jóni var leitað, margir úr lögmannastétt töldu óráðlegt að segja meira en tvö orð undir nafni. Þau voru: "Til hamingju." Ofstækismaður Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður er ekki undir þessa sök seldur. Hann er ósáttur við skipan Jóns Steinars í Hæstarétt og fer ekki í launkofa með þá skoðun."Þessi skipun ber keim af sömu pólitísku spillingu og skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Jón Steinar er ofstækismaður í málflutningi eins og fjölmörg dæmi sanna. Og hann skortir að auki þá yfirvegun og dómgreind sem er nauðsynleg til að setjast í þennan æðsta dómstól þjóðarinnar." Hannes Hólmsteinn hefur hinsvegar þveröfuga sýn á vin sinn. "Jón Steinar hefur mjög einfalda og skarpa sýn á veruleikann. Hann kann vel að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum og er málefnalegur og mikill lögfræðingur." Magnús Thoroddsen þekkir starf hæstaréttardómara inn og út, hann sat í réttinum í sjö ár eða þar til honum var vikið úr starfi fyrir ríflega notkun á heimild sem forseta réttarins til áfengiskaupa á kostnaðarverði. Í þeim málum réð hann Jón Steinar til að gæta hagsmuna sinna og hann er sannfærður um að Jón verði góður dómari. "Ég tel hann á allan hátt mjög hæfan til að gegna þessu embætti. Hans mikla lögmannsreynsla gerir hann hæfan." Magnús er viss um að pólitík muni ekki þvælast fyrir Jóni í réttinum, líkt og fleiri aðdáendur hans. Um það er þó deilt. Fyndinn og skemmtilegur Bergþór Pálsson söngvari er bróðir Kristínar, eiginkonu Jóns Steinars. Áður var vitnað til orða hans, þess efnis að mágurinn væri traustur og einstakt ljúfmenni en Bergþóri finnst hann líka fyndinn og skemmtilegur. "Já, hann er mjög fyndinn. Ég sat einu sinni með vinunum Jóni og Davíð Oddssyni að snæðingi og það kom mér á óvart hvað þeir voru miklir húmoristar." Sjálfur er Bergþór annálaður áhugamaður um mat og fer oft óhefðbundnar leiðir í matargerðinni. Hann segir Jón hinsvegar ekki sérlega nýjungagjarnan í þeim efnum. "Hann hefur gaman af að borða en er mest fyrir læri með grænum baunum og rauðkáli." Að auki upplýsir Bergþór að Jóni finnst gaman að grilla og honum sé jafnan falið að sjá um kalkúninn í jólaboðum fjölskyldunnar. Bergþór hefur ekki einasta skoðun á mataræði og skopskyni Jóns. Hann hefur líka sitt að segja um skipan hans í réttinn. "Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að hann sé kominn í Hæstarétt. Þar er hann réttur maður á réttum stað. Ég er viss um að margir telji hann harðan í horn að taka en hann er afskaplega hreinskiptinn og heiðarlegur. Auðvitað hefur hann pólitískar skoðanir sem sumum líkar ekki en ég get ekki séð að það sé ástæða til að setja einhverja lyddu í réttinn sem ekkert kveður að." Barnmargur keppnismaður Það er leitun að öðrum eins keppnismanni og Jóni Steinari. Um það vitna hvort tveggja samferðamenn í lögfræðinni og aðrir. "Það var gríðarlegt kapp í honum í knattspyrnunni," sagði fótboltafélagi til margra ára en var sparari á lýsingarorðin þegar kom að knatthæfileikum Jóns. "Hann var lunkinn í föstum leikatriðum," sagði hann þó. Hér er talað í þátíð því Jón lagði knattspyrnuskóna á hilluna á útmánuðum eftir þrjátíu ára knattspyrnuiðkun. Hnén þoldu ekki meira. Þá er kunn sagan af keppnisskapi hans í briddsinu en lengi vel var hann spilafélagi Davíðs Oddssonar, Árna Kolbeinssonar, Baldurs Guðlaugssonar og Eiríks Tómassonar. Þó kom að því að honum fannst nóg um metnaðarleysi félaga sinna, þeir spiluðu ekki til sigurs og æfðu sig ekkert á milli spilakvölda. Kvaddi hann því hópinn og fann sér annan sem spilaði af sömu alvöru og hann. Jón Steinar er kvæntur Kristínu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau saman fimm börn. Áður átti hann þrjár dætur og er því átta barna faðir. Líf hans tekur nú breytingum og landsmenn eiga vart eftir að heyra hann mæla á ný. Hæstaréttardómarar fara nefnilega í þagnarbindindi við ráðningu. "Hvað ætli Jón geti þagað lengi?" varð einum að spurn. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur verið aðsópsmikill í íslensku þjóðlífi síðustu áratugi og jafnan látið að sér kveða þegar honum hefur þótt tilefni til. Hann er reffilegur á velli og í framkomu, öryggið uppmálað og fylginn sér með eindæmum. Líkt og lesa hefur mátt í tugum greina sem birst hafa í Morgunblaðinu að undanförnu eru margir þeirrar skoðunar að Jón Steinar eigi vel heima í Hæstarétti. Fylgismenn hans hafa dásamað hann í bak og fyrir, svo mjög raunar að á köflum hefur hann vart virst mannlegur. Sumir hafa gengið skrefinu lengra og lýst hvernig hann kom þeim til hjálpar á erfiðri stundu og studdi með ráðum og dáð í frumskógi laga og réttar. Í gær upplýsti t.d. Hallur Hallsson að það væri Jóni Steinari að þakka að Keikó fékk hér landvistarleyfi á sínum tíma. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er góðvinur Jóns Steinars. "Hann er mjög hugrakkur, hreinn og beinn og mikill drengskaparmaður," segir Hannes. "Traustur og einstakur ljúflingur," segir Bergþór Pálsson söngvari og mágur Jóns. "Rosalega skemmtilegur í klefanum," segir félagi sem lék knattspyrnu í hádeginu með Jóni Steinari um margra ára skeið. En eins og gengur eru ekki allir á sama máli. Jón er jú í hópi umdeildustu manna landsins. "Frekjuhundur," sagði einn sem ekki vildi að nafn hans kæmi fram. "Einstrengingslegur og þröngsýnn," sagði annar. Þeir viðurkenndu þó báðir að hann viti sínu viti þegar lögfræði er annarsvegar og eigi gott með að flytja mál sitt á sannfærandi hátt. Það var annars fátt um svör á mörgum bæjum þegar viðbragða og lýsinga á Jóni var leitað, margir úr lögmannastétt töldu óráðlegt að segja meira en tvö orð undir nafni. Þau voru: "Til hamingju." Ofstækismaður Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður er ekki undir þessa sök seldur. Hann er ósáttur við skipan Jóns Steinars í Hæstarétt og fer ekki í launkofa með þá skoðun."Þessi skipun ber keim af sömu pólitísku spillingu og skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Jón Steinar er ofstækismaður í málflutningi eins og fjölmörg dæmi sanna. Og hann skortir að auki þá yfirvegun og dómgreind sem er nauðsynleg til að setjast í þennan æðsta dómstól þjóðarinnar." Hannes Hólmsteinn hefur hinsvegar þveröfuga sýn á vin sinn. "Jón Steinar hefur mjög einfalda og skarpa sýn á veruleikann. Hann kann vel að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum og er málefnalegur og mikill lögfræðingur." Magnús Thoroddsen þekkir starf hæstaréttardómara inn og út, hann sat í réttinum í sjö ár eða þar til honum var vikið úr starfi fyrir ríflega notkun á heimild sem forseta réttarins til áfengiskaupa á kostnaðarverði. Í þeim málum réð hann Jón Steinar til að gæta hagsmuna sinna og hann er sannfærður um að Jón verði góður dómari. "Ég tel hann á allan hátt mjög hæfan til að gegna þessu embætti. Hans mikla lögmannsreynsla gerir hann hæfan." Magnús er viss um að pólitík muni ekki þvælast fyrir Jóni í réttinum, líkt og fleiri aðdáendur hans. Um það er þó deilt. Fyndinn og skemmtilegur Bergþór Pálsson söngvari er bróðir Kristínar, eiginkonu Jóns Steinars. Áður var vitnað til orða hans, þess efnis að mágurinn væri traustur og einstakt ljúfmenni en Bergþóri finnst hann líka fyndinn og skemmtilegur. "Já, hann er mjög fyndinn. Ég sat einu sinni með vinunum Jóni og Davíð Oddssyni að snæðingi og það kom mér á óvart hvað þeir voru miklir húmoristar." Sjálfur er Bergþór annálaður áhugamaður um mat og fer oft óhefðbundnar leiðir í matargerðinni. Hann segir Jón hinsvegar ekki sérlega nýjungagjarnan í þeim efnum. "Hann hefur gaman af að borða en er mest fyrir læri með grænum baunum og rauðkáli." Að auki upplýsir Bergþór að Jóni finnst gaman að grilla og honum sé jafnan falið að sjá um kalkúninn í jólaboðum fjölskyldunnar. Bergþór hefur ekki einasta skoðun á mataræði og skopskyni Jóns. Hann hefur líka sitt að segja um skipan hans í réttinn. "Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að hann sé kominn í Hæstarétt. Þar er hann réttur maður á réttum stað. Ég er viss um að margir telji hann harðan í horn að taka en hann er afskaplega hreinskiptinn og heiðarlegur. Auðvitað hefur hann pólitískar skoðanir sem sumum líkar ekki en ég get ekki séð að það sé ástæða til að setja einhverja lyddu í réttinn sem ekkert kveður að." Barnmargur keppnismaður Það er leitun að öðrum eins keppnismanni og Jóni Steinari. Um það vitna hvort tveggja samferðamenn í lögfræðinni og aðrir. "Það var gríðarlegt kapp í honum í knattspyrnunni," sagði fótboltafélagi til margra ára en var sparari á lýsingarorðin þegar kom að knatthæfileikum Jóns. "Hann var lunkinn í föstum leikatriðum," sagði hann þó. Hér er talað í þátíð því Jón lagði knattspyrnuskóna á hilluna á útmánuðum eftir þrjátíu ára knattspyrnuiðkun. Hnén þoldu ekki meira. Þá er kunn sagan af keppnisskapi hans í briddsinu en lengi vel var hann spilafélagi Davíðs Oddssonar, Árna Kolbeinssonar, Baldurs Guðlaugssonar og Eiríks Tómassonar. Þó kom að því að honum fannst nóg um metnaðarleysi félaga sinna, þeir spiluðu ekki til sigurs og æfðu sig ekkert á milli spilakvölda. Kvaddi hann því hópinn og fann sér annan sem spilaði af sömu alvöru og hann. Jón Steinar er kvæntur Kristínu Pálsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau saman fimm börn. Áður átti hann þrjár dætur og er því átta barna faðir. Líf hans tekur nú breytingum og landsmenn eiga vart eftir að heyra hann mæla á ný. Hæstaréttardómarar fara nefnilega í þagnarbindindi við ráðningu. "Hvað ætli Jón geti þagað lengi?" varð einum að spurn.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira