Þingflokkur sýnir tennurnar 29. september 2004 00:01 "Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
"Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira