Innlent

Lyfjum stolið úr togara

Brotis var inn í togarann Sighvat Bjarnason VE í Vestmannaeyahöfn í nótt. Lögreglan í Eyjum fékk tilkynningu um þetta laust fyrir hádegi. Að sögn lögreglu braut þjófurinn upp lyfjakistu skipsins og hafði þaðan á brott pedidín sem er lyf skylt morfíni. Svo virðist sem eini tilgangur þjófsins hafi verið að ná sér í lyf því ekkert annað var skemmt um borð. Þjófurinn braut rúðu uppi í brú skipsins til að komast að kistunni. Við það virðist hann hafa skorið sig því blóðslóð var að finna í skipinu. Lögregla biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt um hver þarna var að verki um að hafa samband við lögreglu í síma 481 1666. Sérstaklega er fólk beðið um að vera vakandi ef það þekkir einhvern sem hefur skorið sig og getur ekki gefið góðar skýringar á skurðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×