Mesta breyting síðari ára 30. september 2004 00:01 Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira