80% drengja hala ólöglega niður 30. september 2004 00:01 Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi. Krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir einum höfuðpauranna en fallið var frá kröfunni eftir að maðurinn ákvað að leysa frá skjóðunni og aðstoða lögregluna við rannsóknina. Mennirnir tólf sem voru handteknir vegna málsins voru á aldrinum nítján til rúmlega fertugs en tugir manna, sem taldir eru tengjast þeim, verða væntanlega yfirheyrðir. Þegar fréttist af aðgerð lögreglunnar snarminnkaði gagnaumferð á Netinu sem tengist einstaklingum. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra segist hafa vísbendingar um að í einhverjum tilvikum sé efnið sett á diska og selt. Í flestum tilvikum sé efnið þó ókeypis fyrir þá sem vilja nýta sér það. Verulega hefur dregið úr sölu á geisladiskum og leigu á vídeóspólum, auk þess sem vísbendingar eru um að dregið hafi úr bíóaðsókn vegna ólöglegrar dreifingar af þessu tagi. Í lokaritgerð sem Guðmundur Þorkell Guðmundsson gerði í Háskóla Íslands um Netið og íslensk ungmenni kemur fram að börn og unglingar verja miklum tíma í að hlaða niður efni með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni. Gerð var úttekt á 1400 börnum í 5. til 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið, um helmingur stelpna sækir sér tónlist og rétt um þriðjungur sækir kvikmyndir. Guðmundur telur að fullorðið fólk sé ekki mikið að stunda þetta líkt og krakkarnir.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira