Þriðjungur í þrot vegna lóðaverðs 30. september 2004 00:01 Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Tæpur þriðjungur þeirra verktaka sem fengu úthlutað lóðum í Grafarholti á árunum 1999 til 2002 hafa síðan orðið gjaldþrota. Þetta kom fram í erindi Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM-Vallár, á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Þorsteinn segir að þetta megi rekja til þess fyrirkomulags á úthlutun lóða, en lóðum í Grafarholti var úthlutað eftir útboð. ,,Þetta fyrirkomulag er óheppilegt," segir hann, ,,meðal annars vegna þess að þetta hækkar byggingakostnað hjá verktökum, sér í lagi þar sem skortur er á byggingalóðum í borginni." Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur kostnaður við byggingu hvers fermetra hækkað úr 72.000 krónum árið 1999 í 95.000 krónur nú. Lóðaverð hefur á sama tíma hækkað úr 13.000 krónum á fermetra í rúmar 25.000 krónur. Rúmur helmingur af hækkun byggingarkostnaðar á þessu tímabili má því útskýra með hækkun lóðaverðs. Þorsteinn segir að þá hækkun megi rekja til þessarar aðferðar Reykjavíkurborgar við úthlutun lóða. ,,Reykjavíkurborg er með þessu að skattleggja kaupendur og verktaka. Yfirleitt hafa sveitarfélög lagt fast verð á lóðirnar og gera þá ráð fyrir að fá greitt fyrir kostnað við gatnagerð og leggja svo eitthvert álag þar ofan á. En uppboðsfyrirkomulag með þessum hætti er ekki heppileg leið til að verðleggja lóðir. Reynslan sýnir að annað tveggja gerist, kaupandinn borgar hærra verð eða afkoma byggingarverktakans rýrnar." Verktaki sem varð gjaldþrota eftir að hann byggði í Grafarholti og vill ekki láta nafn síns getið segist sannfærður um að þessi aðferð við úthlutun lóða hafi leitt til gjalþrotahrinu. ,,Þetta er orðin þvæla þegar maður þarf að kaupa lóðina fyrir fjórar til fimm milljónir. Ég held að lóðaverðið hafi tvöfaldast með þessu móti. Stjórnmálamennirnir héldu því fram að verktakarnir greiddu bara það sem þeir treystu sér til. En menn teygðu sig langt út fyrir það til að tryggja sér þær lóðir sem buðust til að verða ekki verkefnalausir."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira