Farga og fela ólöglegt efni 2. október 2004 00:01 Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað. Maður á þrítugsaldri, innan hópsins, sem Fréttablaðið ræddi við, segist hissa á því af hverju lögregla hafi farið gegn þessum hópi sem er lokaður þegar það er til mikið stærri opinn hópur. Sjálfur er hann búinn að vera í hópnum í rúm fimm ár og segir hann niðurhalningu á efni á netinu aldrei verða stöðvaða, það sé einfaldlega ógerningur. Hann segist ekki hafa haldið sérstaklega upp á kvikmyndir sem hann hefur sótt á netið. Hann eigi hins vegar rúmlega fimmtán þúsund lög sem hann hafi safnað í mörg ár og tónlistina ætli hann að eiga þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Mikið af efninu sem var innan hópsins var upphaflega sótt til útlanda í gegnum tölvukerfi stærri fyrirtækja landsins. Innan fyrirtækjanna eru mjög öflugar nettengingar sem gerir fólki kleift að sækja heilu kvikmyndirnar á örfáum mínútum. Þannig kemst kvikmyndin til hópsins og meðlimir geta sótt hana án þess að greiða fyrir erlent niðurhal. Eins eru þráðlausar nettengingar komnar mjög víða í fyrirtækjum og fólk getur tengst netinu fyrir utan fyrirtækin og einnig á kaffihúsum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Þannig er hægt að skreppa á kaffihús og sækja kvikmynd til að horfa á án kostnaðar. Til að bregðast við ólöglegri afritun og dreifingu einstaklinga hefur verið gripið til þess að setja sérstakar afritunarvarnir á hljómdiska og DVD-kvikmyndir. Oftar en ekki eru samt fljótlega komnar fram leiðir til að brjóta slíkar afritunarvarnir á bak aftur þannig að notendur með einbeittan brotavilja geta haldið áfram að afrita og dreifa efninu. Þá eru vísbendingar um að lögsóknir Samtaka höfundarrétthafa í Bandaríkjunum á hendur einstaklingum sem notast hafa við slík skráadeiliforrit hafi skilað þeim árangri einum að þeir sem nota slíka þjónustu skipti nú örar á milli forrita og hafi fært sig frá þekktari forritum yfir í minna þekkt. Notendur Kazaa eru nú til dæmis um 16 milljónir talsins en voru yfir 30 milljónir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira