Útflutningur fjórtánfaldast 13. október 2005 14:44 Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Útflutningur hugbúnaðar og tölvuþjónustu hefur nær fjórtánfaldast á tíu árum. Upplýsingatækniútflutningur nam árið 1994 268 milljónum króna, en nam á síðasta ári rúmlega 3,7 milljörðum króna og hafði þá aukist um 9,5 prósent frá fyrra ári. Í úttekt Seðlabanka Íslands kemur fram að fyrirtæki sem hafa hugbúnaðargerð og ráðgjöf sem aðalatvinnugrein hafi staðið undir 85 prósentum af útflutningnum og að útflutningur þeirra hafi aukist um 23 prósent frá árinu 2002. "Útflutningur fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum á hugbúnaði og tölvuþjónustu dróst hins vegar saman," segir í skýrslu bankans sem kom út í sumar. Fram kemur að viðskipti með hugbúnað og þjónustu tengda honum hafa vaxið hratt á undanförnum árum og að stærsta markaðssvæði íslensks hugbúnaðar sé Evrópa, en hlutdeild Evrópu er sögð hafa vaxið á kostnað Bandaríkjanna undanfarin ár. "Á milli áranna 2002 og 2003 jókst útflutningur hugbúnaðar til Evrópu um tæpar 400 milljónir króna reiknað á föstu gengi á meðan útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman um 66 milljónir króna. Hlutur Evrópu var orðinn rúmlega 69 prósent alls hugbúnaðarútflutnings í fyrra," segir í skýrslu Seðlabankans. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa group, segir að merki séu um sígandi lukku í upplýsingatæknigeiranum. "Almennt má segja að markaðurinn hafi verið að taka við sér, ekki snögglega, heldur höfum við bara verið að sjá jákvæða þróun. Við höfum farið í gegnum samdrátt og svo verið að síga upp á við aftur," segir hann. Frosti bendir á að fyrirtækjum hafi fækkað í greininni og að undanfarið hafi aukist fjárfestingar sem lífgi við markaðinn. "Bankar og fjármálastofnanir fóru fyrst af stað með fjárfestingar og svo símafélögin líka sem héldu dálítið að sér höndum eftir að netbólan sprakk. Þau þurftu aðeins að taka til í sínum ranni eftir. Svo var líka bara komin þörf á endurnýjun hjá almennum heimilum og fyrirtækjum," bætir hann við.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira