
Innlent
Formenn mótmæla breytingum
Forystumenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík hafa mótmælt hugmyndum um sameiningu íþróttamála og menningarmála í stjórnsýslu borgarinnar. Þetta kemur fram í bréfi sem tekið verður fyrir í borgarráði í dag. Þeir telja að núverandi fyrirkomulag hafi reynst vel og óttast að breytingar kunni að bitna á íþróttafélögunum. Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar borgarinnar, hefur sagt að endanlegar tillögur um málið liggi fyrir síðar í þessum mánuði.