Ekkert verkfall hjá krökkunum 11. október 2004 00:01 Tugþúsundir grunnskólanema bíða eftir að kennarar þeirra semji við sveitarfélögin þannig að þau geti komist aftur í skólann. Verkfallið hefur skapað býsna stórt tómarúm í daglegu lífi þessa hóps og því viðbúið að krakkarnir reyni að fylla það rúm með einhverjum hætti. Starfsmenn sundlauga, bókasafna og myndbandaleiga hafa haft í nógu að snúast við að sinna smáfólkinu undanfarnar þrjár vikur. Flestir foreldrar vonast eflaust til að börnin þeirra reyni að blanda saman andlegri og líkamlegri þjálfun eins og frekast er kostur. Það er því gleðiefni að börn og unglingar virðast sækja bæði sundlaugar og bókasöfn á meðan verkfallinu stendur. Tinna Óðinsdóttir, starfsmaður í Árbæjarlaug, segir að aðsókn barna á grunnskólaaldri að laugunum hafi aukist talsvert eftir að verkfallið skall á. Framan af degi eru yngri börnin meira áberandi en þegar líða tekur á fara unglingarnir á fætur og leggja undir sig potta og vaðlaugar staðarins. Að sögn Tinnu eru krakkarnir nánast undantekningalaust skemmtilegir og kurteisir. Þorbjörg Karlsdóttir, bókavörður á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu, tekur í svipaðan streng. Hún segir að fyrir verkfallið hafi grunnskólanemar helst látið sjá sig síðdegis en nú koma þeir nokkuð jafnt yfir daginn og eyða þá talsverðum tíma á safninu. Margir vafra um á netinu eða leika sér í leikjatölvum sem þarna er að finna og auðvitað lesa krakkarnir eitthvað á meðan veru þeirra á safninu stendur. Þótt engar tölur í þessum efnum liggi fyrir þá er það tilfinning Þorgerðar að útlán hafi aukist nokkuð síðustu vikur.. Rétt eins og börnin sem sækja sundlaugarnar þá eru krakkarnir sem koma í Borgarbókasafnið "ofboðslega stillt og prúð og skemmtileg, " eins og Þorbjörg kemst að orði. Vafalaust kemur það fáum á óvart að leikjatölvur og myndbandstæki eru í mikilli notkun á mörgum heimilum þessa dagana. Óskar Guðmundsson, í Snæland videó á Ægisíðu í Reykjavík, segir að útleiga hafi aukist en það sem helst er áberandi er hvernig viðskiptin dreifast nú yfir allan daginn. "Krakkarnir eru stundum komnir á leiguna um ellefuleytið að morgni að skila spólunum sem þau tóku rétt fyrir miðnætti kvöldið áður og endurnýja þá oft skammtinn með því að ná sér í 2-3 spólur," segir Óskar. Unglingar eru sérstaklega röskir í glápinu að mati Óskar og reiknar hann með að margir þeirra sitji rauðeygir fyrir framan skjáinn langt fram eftir nóttu. Gos- og sælgætiskaup ungmennanna eru hins vegar furðu lítil. Tölvuleikir renna nú út eins og heitar lummur að sögn Egils Ólafssonar, starfsmanns BT í Reykjavík. Hann segir að skólabörn komi talsvert í búðirnar og leiki sér í tölvunum dágóða stund og við því amast starfsfólkið ekki vitund enda eru krakkarnir upp til hópa bestu skinn. Keiluspil eru sömuleiðis vinsæl en að sögn starfsfólks Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð fyllist staðurinn af krökkum á grunnskólaaldri fljótlega eftir opnun á morgnana. Mest er um yngri börn sem oftast eru á vegum foreldrafélaga fyrirtækja en unglingar eru líka duglegir að sækja staðinn. Síðan eru alltaf einhverjir sem nota verkfallið til að gera eitthvað spennandi. Í gömlu Hraðfrystistöðinni við Mýrargötu hefst við dágóður hópur 10. bekkinga úr Hagaskóla sem æfir myrkrana á milli fyrir hæfileikakeppnina Skrekk. Yfirleitt hefjast æfingar að morgni og standa fram á kvöld en þó fer æði mikill tími í spjall og glens að sögn krakkanna. Flest vonast þau til að skólinn hefjist á ný sem fyrst því mikið verk er framundan vegna samræmdu prófanna næsta vor. Þau segja að flestir jafnaldrar þeirra reyni að taka sér eitthvað fyrir hendur á daginn í stað þess að mæla göturnar en þó eru dæmi um unglinga sem leiðst hafa út í óreglu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Tugþúsundir grunnskólanema bíða eftir að kennarar þeirra semji við sveitarfélögin þannig að þau geti komist aftur í skólann. Verkfallið hefur skapað býsna stórt tómarúm í daglegu lífi þessa hóps og því viðbúið að krakkarnir reyni að fylla það rúm með einhverjum hætti. Starfsmenn sundlauga, bókasafna og myndbandaleiga hafa haft í nógu að snúast við að sinna smáfólkinu undanfarnar þrjár vikur. Flestir foreldrar vonast eflaust til að börnin þeirra reyni að blanda saman andlegri og líkamlegri þjálfun eins og frekast er kostur. Það er því gleðiefni að börn og unglingar virðast sækja bæði sundlaugar og bókasöfn á meðan verkfallinu stendur. Tinna Óðinsdóttir, starfsmaður í Árbæjarlaug, segir að aðsókn barna á grunnskólaaldri að laugunum hafi aukist talsvert eftir að verkfallið skall á. Framan af degi eru yngri börnin meira áberandi en þegar líða tekur á fara unglingarnir á fætur og leggja undir sig potta og vaðlaugar staðarins. Að sögn Tinnu eru krakkarnir nánast undantekningalaust skemmtilegir og kurteisir. Þorbjörg Karlsdóttir, bókavörður á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu, tekur í svipaðan streng. Hún segir að fyrir verkfallið hafi grunnskólanemar helst látið sjá sig síðdegis en nú koma þeir nokkuð jafnt yfir daginn og eyða þá talsverðum tíma á safninu. Margir vafra um á netinu eða leika sér í leikjatölvum sem þarna er að finna og auðvitað lesa krakkarnir eitthvað á meðan veru þeirra á safninu stendur. Þótt engar tölur í þessum efnum liggi fyrir þá er það tilfinning Þorgerðar að útlán hafi aukist nokkuð síðustu vikur.. Rétt eins og börnin sem sækja sundlaugarnar þá eru krakkarnir sem koma í Borgarbókasafnið "ofboðslega stillt og prúð og skemmtileg, " eins og Þorbjörg kemst að orði. Vafalaust kemur það fáum á óvart að leikjatölvur og myndbandstæki eru í mikilli notkun á mörgum heimilum þessa dagana. Óskar Guðmundsson, í Snæland videó á Ægisíðu í Reykjavík, segir að útleiga hafi aukist en það sem helst er áberandi er hvernig viðskiptin dreifast nú yfir allan daginn. "Krakkarnir eru stundum komnir á leiguna um ellefuleytið að morgni að skila spólunum sem þau tóku rétt fyrir miðnætti kvöldið áður og endurnýja þá oft skammtinn með því að ná sér í 2-3 spólur," segir Óskar. Unglingar eru sérstaklega röskir í glápinu að mati Óskar og reiknar hann með að margir þeirra sitji rauðeygir fyrir framan skjáinn langt fram eftir nóttu. Gos- og sælgætiskaup ungmennanna eru hins vegar furðu lítil. Tölvuleikir renna nú út eins og heitar lummur að sögn Egils Ólafssonar, starfsmanns BT í Reykjavík. Hann segir að skólabörn komi talsvert í búðirnar og leiki sér í tölvunum dágóða stund og við því amast starfsfólkið ekki vitund enda eru krakkarnir upp til hópa bestu skinn. Keiluspil eru sömuleiðis vinsæl en að sögn starfsfólks Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð fyllist staðurinn af krökkum á grunnskólaaldri fljótlega eftir opnun á morgnana. Mest er um yngri börn sem oftast eru á vegum foreldrafélaga fyrirtækja en unglingar eru líka duglegir að sækja staðinn. Síðan eru alltaf einhverjir sem nota verkfallið til að gera eitthvað spennandi. Í gömlu Hraðfrystistöðinni við Mýrargötu hefst við dágóður hópur 10. bekkinga úr Hagaskóla sem æfir myrkrana á milli fyrir hæfileikakeppnina Skrekk. Yfirleitt hefjast æfingar að morgni og standa fram á kvöld en þó fer æði mikill tími í spjall og glens að sögn krakkanna. Flest vonast þau til að skólinn hefjist á ný sem fyrst því mikið verk er framundan vegna samræmdu prófanna næsta vor. Þau segja að flestir jafnaldrar þeirra reyni að taka sér eitthvað fyrir hendur á daginn í stað þess að mæla göturnar en þó eru dæmi um unglinga sem leiðst hafa út í óreglu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira