Kennarar: Peningar í pakkann 11. október 2004 00:01 Peningar í pakkann "Það vantar einfaldlega meiri peninga í pakkann," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kennarasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasettur. Ríkissáttasemjari hafi samband við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: "Þótt ýmislegt hafi áunnist undanfarna daga er það engan veginn nóg," segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélaganna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. Gáfu milljón Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilusjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: "Orð ylja en fé framfærir." Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við "óbilgjarna, ráðalausa viðsemjendur". Ósáttir við ummæli Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birtist í Fréttablaðinu í Verkfallsmiðstöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskólanum auðveldara en annað háskólanám og lág laun því réttlætanleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: "Þeim finnst væntanlega töff að láta svona". Styðja kennara Flugumferðarstjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. "Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mikilvæga starf kennara. Helsta forsenda slíks er að grunnskólakennarar búi við mannsæmandi kjör," segir í yfirlýsingu flugumferðastjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Peningar í pakkann "Það vantar einfaldlega meiri peninga í pakkann," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kennarasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasettur. Ríkissáttasemjari hafi samband við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: "Þótt ýmislegt hafi áunnist undanfarna daga er það engan veginn nóg," segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélaganna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. Gáfu milljón Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilusjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: "Orð ylja en fé framfærir." Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við "óbilgjarna, ráðalausa viðsemjendur". Ósáttir við ummæli Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birtist í Fréttablaðinu í Verkfallsmiðstöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskólanum auðveldara en annað háskólanám og lág laun því réttlætanleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: "Þeim finnst væntanlega töff að láta svona". Styðja kennara Flugumferðarstjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. "Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mikilvæga starf kennara. Helsta forsenda slíks er að grunnskólakennarar búi við mannsæmandi kjör," segir í yfirlýsingu flugumferðastjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira