Ræðir við samninganefndir í dag

Ríkissáttasemjari mun í dag ræða við samninganefndir í kennaradeilunni, hvora í sínu lagi, og að þeim viðræðum loknum ræðst hvort hann telur ástæðu til að boða til formlegs samningafundar. Hvorugur deilenda hefur gefið nokkrar tilslakanir í skyn eftir að ríkissáttasemjari sló viðræðum á frest á sunnudag eftir árangurslaus fundarhöld. Þá hefur verið boðað til fundar í undanþágunefnd deilenda síðdegis í dag en nefndin hefur ekki komið saman í tæpar tvær vikur. Tuttugu umsóknir um undanþágu bíða afgreiðslu.