Álitshnekkir fyrir Hæstarétt 13. október 2004 00:01 Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira