Styðja leikhúsin kynlífsdýrkun? 15. október 2004 00:01 Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar