Stærst sinnar tegundar 15. október 2004 00:01 Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion. Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion.
Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira