Innlent

Standa við lokun sorpstöðvar

Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað til að leysa þann ágreining sem uppi er um starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands. Sveitarstjórn Ölfuss ætlar að standa við að láta loka stöðinni eftir um það bil viku, þann 25., og hefja innheimtu dsagsekta upp á rúmar 40 milljónir, hafi samkomulag ekki tekist fyrir þann tíma, að sögn Hjörleifs Brynjólfssonar oddvita sveitarstjórnarinnar. Deilan snýst um brot sorpstöðvarinnar á deiliskipulagi hvað varðar hæð sorpfjallsins. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að það sé orðið hærra en deiliskipulag geri ráð fyrir. Hjörleifur segir, að það sé orðið 3 - 7 metrum of hátt samkvæmt deiliskipulagi. Þessu hafnar stjórn sorpstöðvarinnar. "Menn hafa aðeins verið í sambandi og rætt málin, en þetta hefur ekki verið neitt formlegt," sagði Hjörleifur. "En ég trúi því að önnur aðildarsveitarfélög stöðvarinnar eigi eftir að ræða málin sín á milli." Einar Njálsson stjórnarformaður sorpstöðvarinnar vildi ekki tjá sig neitt um málið þegar eftir því var leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×